Austfirðingar verða við áskorun Akureyringa

Næstkomandi laugardag munu íþróttafélagið Huginn, UÍA, Seyðfirðingar sem og aðrir Austfirðingar að taka höndum saman og perla armbönd til styrktar Krafti. Viðburðurinn verður haldinn í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar milli klukkan 13:00 og 17:00.

Lesa meira

Geskur lokar eftir eitt og hálft ár í rekstri

„Við höfðum engar hagnaðarvonir en bundum vonir við að staðurinn yrði rekstrarhæfur. Við gerðum okkur grein fyrir því að svona rekstur væri erfiður, enda lítið markaðssvæði og hörð samkeppni,“ segir Ragnar Sigurðsson, annar eigandi veitingastaðarins Gesks á Reyðarfirði, sem hefur nú verið lokað eftir eitt og hálft ár í rekstri.

Lesa meira

Menningarhús á Héraði tilbúin 2022

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúsa á Egilsstöðum. Framkvæmdir gætu hafist strax á þessu ári.

Lesa meira

„Það verður gaman að sjá keika krakka blómstra“

„Þetta eru tvær tegundir af námskeiðum en hvert þeirra er einstakt þar sem hópurinn, staður og stund, veðurfar og fleira getur haft mikil áhrif á hvernig allt þróast,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar um skapandi námskeið sem haldin verða fyrir börn á miðstigi grunnskóla á fjórum stöðum í Fjarðabyggð í sumar. 

Lesa meira

„Við fengum líka að skera upp fiska og læra að meta fisk“

„Þetta var allt öðruvísi en ég bjóst við, en mér fannst nánast allt áhugavert. Ég bjóst við að þetta væri ekki alveg svona skemmtilegt,“ segir Jónas Þórir Þrastarson á Reyðarfirði, en hann var nemandi í Sjávarútvegsskóla Austurlands í fyrra.

Lesa meira

Engan hundakúk takk!

„Þegar þau fóru að moka og leika sér ráku þau sig fljótt í hundakúk sem var ansi víða í sandinum og ég mokaði skít í þrjá poka af svæðinu,“ segir Unnur Óskarsdóttir, umsjónarkennari í Seyðisfjarðaskóla, en nemendur hennar gengu á fund bæjarstjóra í vikunni til þess að vekja máls á sóðaskap vegna hundaskíts á leikvellinum við Sundhöllina.

Lesa meira

Tvöfalda afkastagetuna fyrir slátrun í haust

Til stendur að tvöfalda afkastagetu Búlandstinds á Djúpavogi seinni part sumars til að mæta auknu fiskeldi í haust þegar stærri árgangar koma til slátrunar en verið hefur. Framkvæmdastjórinn segir uppbygginguna hafa verið stöðuga síðan fyrirtækið tók til starfa fyrir þremur árum.

Lesa meira

Nefnd fékk tvo gangakosti til að skoða

Nefnd, sem Jón Gunnarsson þáverandi samgöngumálaráðherra skipaði fyrir tæpu ár, fékk til skoðunar tvo kosti fyrir hugsanleg jarðgöng til Seyðisfjarðar. Tafir hafa orðið á skilum nefndarinnar vegna illviðráðanlegra ástæðna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.