Óbreytt framlag til HSA: Erfitt að hagræða frekar án þess að skerða þjónustu

Framlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, þar með talið Heilbrigðisstofnunar Austurlands, eru óbreytt í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 miðað við það frumvarp sem lagt fram af fyrri ríkisstjórn í haust. Stjórnendur stofnunarinnar telja yfir eitt hundrað milljónir vanta inn í reksturinn.

Lesa meira

Hafnaði endurupptöku meiðyrðamáls

Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni karlmanns á Eskifirði um að dómur yfir honum fyrir meiðyrði gegn lögregluþjóni verði tekin upp að nýju. Maðurinn taldi sig hafa ný gögn sem sönnuðu mál hans.

Lesa meira

Stefán Grímur áfram oddviti

Stefán Grímur Rafnsson verður áfram oddviti Vopnafjarðarhrepps. Frá þessu var gengið formlega í gær á sveitarstjórnarfundi þar sem nýr meirihluti tók við völdum.

Lesa meira

Fjarskipti efld við Mjóafjörð

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar er bjartsýnn á að lausn finnist á fjarskiptasambandi við Dalatanga í Mjóafirði fyrir áramót en þá rennur út samningur um gervihnattasamband við staðinn. Sambandið skiptir máli, bæði fyrir öryggi ábúenda, íbúa í nágrenninu og sjófarenda. Vonast er til að ljósleiðari til Mjóafjarðar leysi málin til lengri tíma litið.

Lesa meira

„Við konur eigum allar þessar frásagnir“

„Þetta er tíu konur, allsstaðar að úr samfélaginu okkar, sem ætla að lesa upp frásagnir kvenna sem hafa stigið fram í #metoo byltingunni sem nú er Í gangi. Með þessu munu þær að varpa ljósi á þann veruleika sem er saga okkar allra

Lesa meira

Deilur um sveitarstjórann eyðilögðu meirihlutasamstarfið á Vopnafirði

Meirihlutasamstarfi K-lista og Betra Sigtúns í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps lauk á fimmtudag eftir að fulltrúar K-lista fóru fram á að sveitarstjóranum yrði sagt upp vegna samstarfsörðugleika. Fulltrúar nýs meirihluta telja að óráðlegt hefði verið að skipta um sveitarstjóra fyrir síðustu sex mánuði kjörtímabilsins.

Lesa meira

Vara við veginum í Fannardal

Lögreglan á Austurlandi varar við ósléttum veginum í Fannardal að nýju Norðfjarðargöngunum þar sem vegurinn er ósléttur. Flest verkefni lögreglunnar í síðustu viku tengdust umferðaróhöppum.

Lesa meira

Segir vinnumenninguna á Austurlandi hættulega

Launamunur kynjanna virðist hvergi meiri á landinu en Austurlandi. Vinnumenningin á Austurlandi ýtir undir hann og skapar valdaójafnvægi inni á heimilunum. 

Lesa meira

Helgin: Aðventa Gunnars á fjöldamörgum tungumálum í tilefni afmælis

„Gunnarsstofnun var opnuð 1997. Það var þó ekki í þeirri mynd sem hún er í dag, en stofnunin varð ekki menningarsetur fyrr en árið 2000. Það er ótrúlegt hversu margt hefur gerst á þessum tíma og hvernig við erum nú í þessu stóra og flotta húsi með mikla starfsemi og til að mynda þáttakendur í erlendum verkefnum.

Lesa meira

Nýr meirihluti á Vopnafirði

Betra Sigtún og B-listi Framsóknarmanna og óháðra hafa gert með sér samkomulag um meirihluta í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps út kjörtímabilið. Fyrri meirihluti Betra Sigtúns og K-lista félagshyggjufólks sprakk á sveitarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld vegna deilna um sveitarstjórann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.