Blágrænt ljós sást skjótast yfir Breiðdalsvík

Íbúar á Breiðdalsvík sá í gærdag blágrænt ljós á mikilli ferð yfir bænum. Stjörnufræðingur telur mestar líkur á að um hafi verið að ræða loftstein sem kom inn í gufuhvolf jarðar.

Lesa meira

Fljótsdalshérað biðst afsökunar á aflífun kattar

Ekki var farið eftir lögum og reglum þegar dýraeftirlitsmaður sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs aflífaði kött sem hann fjarlægði af heimili á Egilsstöðum í byrjun síðustu viku.

Lesa meira

Árekstur á Eskifirði

Tveir bílar skullu saman við nýju vegamótin til Eskifjarðar í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir óhappið.

Lesa meira

Kortér að slökkva eldinn í álverinu

Skamma stund tók að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í nótt. Litlar skemmdir urðu og engin hætta á ferðum fyrir starfsfólk.

Lesa meira

Rúta með ferðamönnum lenti aftan á snjóplóg

Björgunarsveitir eru á leiðinni í Víðidal á Fjöllum þar sem rúta með erlendum ferðamönnum ók aftan á snjómoksturstæki á þriðja tímanum í dag. Enginn mun vera alvarlega slasaður eftir slysið.

Lesa meira

Spá góðu ári fyrir íslenskan sjávarútveg

Sérfræðingar Íslandsbanka spá 4% aukningu verðmætis sjávarafurða á næsta ári. Sjávarútvegurinn virðist standa sterkt þrátt fyrir verkfall sjómanna í byrjun árs. Á sama tími og verðmæti afurða eykst fækkar störfum í greininni.

Lesa meira

Hvetja ungt fólk til að henda sér í hina djúpu laug stjórnmálanna

„Þessi hugmynd að hafa einhverskonar pepp fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar kviknaði innan samtakanna fyrir nokkrum mánuðum. Við viljum og ætlumst til að ungt fólk fái að hafa áhrif á samfélagið á Austurlandi og því langar okkur til þess að hvetja ungt fólk til þess að bjóða sig fram í komandi kosningum sem verða í maí á næsta ári,“ segir Dagur Skírnir Óðinsson, almannatengill Ungs Austurlands.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að skalla og hóta fyrrverandi kærustu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á hana og hóta bæði henni og fleirum sem stóðu henni nærri alvarlegum líkamsmeiðingum.

Lesa meira

Körfubolti: Allt í baklás í þriðja leikhluta

Afleitur þriðji leikhluti gerði út af við Hött sem heimsótti topplið Tindastóls á Sauðarkróki í úrvalsdeild karla í körfuknattleik karla í gærkvöldi. Liðið er enn án sigurs eftir átta deildarleiki.

Lesa meira

Villtum stofnum talin stafa lítil hætta af eldisfiski í matsskýrslu

Efasemdum er lýst um að kynblöndun eldislax við villtan lax sé óafturkræf í frummatsskýrslu Fiskeldis Austfjarða um aukið eldi á vegum fyrirtækisins í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Umhverfisáhrif af auknu eldi eru almennt metin óveruleg eða afturkræf.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.