Ferðamenn stela „bannað að tjalda“ skiltum

Djúpavogshreppur hefur pantað ný skilti með áréttingum um að bannað sé að gista í tjöldum eða bílum þar sem hinum eldri hefur verið stolið. Sveitarstjórinn segir þörf á að árétta að aðeins skuli gist á merktum svæðum.

Lesa meira

Einn Austfirðingur á lista Dögunar

Guðríður Tryggvadóttir, afgreiðslumaður í Neskaupstað, er eini einstaklingurinn með lögheimili á Austurlandi sem sæti á á lista Dögunar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Hún skipar fjórða sæti listans.

Lesa meira

Vilja hafa síðasta spölinn fallegan

Samvinnufélag útgerðarmanna (SÚN) og Olíusamlag útvegsmanna (OÚN) styrktu á dögunum félagið Bjarmann í Neskaupstað til kaupa á sérútbúnum útfararbíl af gerðinni Mercedes Bens Vito sem leysti af hólmi gamlan bíl sem var úr sér genginn.

Lesa meira

Öryggi eflt á Fjarðarheiði

Verktakar vinna um þessar mundir að endurbótum að veginum yfir Fjarðarheiði. Þar er fjölgað vegriðum og gengið betur frá í kringum veginn.

Lesa meira

Nemendur vilja fá „brúnu tunnuna“ í Fjarðabyggð

Ég held að það skipti miklu máli að við förum að fá brúnu tunnuna, en þá þurfum við gráu tunnuna ekki einu sinni lengur, þarf bara að vera flokkað og matur, ekkert almennt,“ segir Marta Lovísa Kjartansdóttir, nemandi í 9. bekk í Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Lesa meira

Axarvegur lokaður

Vegurinn yfir Öxi er lokaður í dag og á morgun vegna ræsagerðar. Vegfarendur verða að finna aðrar leiðir milli Héraðs og Djúpavogs á meðan.

Lesa meira

Salmonellufaraldur teygir sig austur á land

Matvælastofnun leitar skýringa á tíðari salmonellusýkingum en tíðkast hefur. Áberandi fjölgun er síðustu tvo mánuði sem meðal annars teygir anga sína austur á land.

Lesa meira

Helgi Ómar: Sameining ME og Eiðaskóla mistókst gjörsamlega

Helgi Ómar Bragason, sem í sumar lét af störfum sem skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum eftir að hafa gegnt stöðunni í um aldarfjórðung, geðjast ekki að hugmyndum um sameiningar framhaldsskóla. Í honum situr bitur reynsla af sameiningu ME og Alþýðuskólans á Eiðum.

Lesa meira

Opinn fundur um fiskeldismál

Austurbrú stendur í dag fyrir opnum fundi um fiskeldismál á Djúpavogi þar sem rætt verður um fiskeldi frá ýmsum sjónarhornum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.