Búið er að grafa rúmlega 70 metra af væntanlegum Norðfjarðargöngum eða tæplega 1% af heildarlengdinni. Farið er hægt af stað þar sem bergið þykir laust í sér.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að víðtæk samstaða á Austurlandi öllu hafi orðið til þess að gera Norðfjarðargöng að veruleika. Fyrsta haftið fyrir nýjum göngum var sprengt í dag.
Segja má að framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng hafi formlega hafist í dag þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sprengi fyrsta haftið í göngunum. Fjölmenni lagði leið sína að sprengjustaðnum í Eskifirði í dag.
Í lok síðustu viku var búið að grafa 34,8 metra af nýjum Norðfjarðargöngum eða 0,5% af heildarlengd ganganna. Þar af voru fimm metrar sprengdir við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var.
Líkneski af heilagri Barböru verður komið fyrir við munna væntanlegra Norðfjarðarganga í kvöld. Barbara verndar þá sem vinna í námum og neðanjarðar samkvæmt kaþólskri trú.
Austfirðingar sjá nú fyrir endann á um þrjátíu ára bið eftir nýjum Norðfjarðargöngum. Fyrsta haftið að nýju göngunum var sprengt við Eskifjörð í dag að viðstöddu fjölmenni.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, varð í dag fyrst íslenskra kvenna til að sprengja fyrir jarðgöngum þegar hún sprengdi fyrsta haftið fyrir nýjum Norðfjarðargöngum. Hún segir mörg verkefni bíða á samgöngusviðinu á næstu árum.