Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa.

Lesa meira

Síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs?

Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarins taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjónustu og betri ferðaupplifun“.

Lesa meira

Farsæl öldrun í Fjarðabyggð

Íslenskt samfélag tekur miklum breytingum með stærri hóp eldra fólks. Gangi mannfjöldaspár eftir mun hlutfall eldra fólks hækka ört. Samkvæmt miðgildi mannfjöldaspár Hagstofu Íslands mun aldurshópnum 70- 100 ára fjölga um 43 prósent árið 2030. Er það langt umfram aðra aldurshópa.

Lesa meira

Ég ætla að brjóta blað - Ég kýs Baldur!

Einhver skemmtilegasta og mest spennandi kosningabarátta síðustu ára á Íslandi er senn á enda runnin og á laugardag göngum við að kjörborðinu og veljum okkur forseta. Í framboði er mikið einvala lið, og flest þeirra þannig að ég get vel séð þau fyrir mér sem næsta forseta lýðveldisins.

Lesa meira

Hið ómögulega val

Samkvæmt fjölmiðlum hafa á seinustu mánuðum að lágmarki 60 manneskjur setið einhversstaðar með sjálfum sér og hugsað „Er ég ekki bara það sem Ísland þarf mest á að halda?“. Fyrir 12 af þessum manneskjum þá var svarið afgerandi „Ó, jú - ég er sko algjörlega það sem Ísland þarf mest á að halda og þess vegna er best að ég verði bara forseti“.

Lesa meira

Að velja forseta

Ég ólst upp við að bera mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og hef gert það æ síðan. Þann 1. júní nk. býðst okkur kjósendum að velja á milli flottra frambjóðenda í forsetakosningum. Það er lýðræðislegt gleðiefni og í takt við fyrrnefnda virðingu. Framboðin hafa hvert sína sérstöðu og sérkenni sem vonandi kemur til móts við mismunandi skoðanir, væntingar og vilja okkar kjósendanna.

Lesa meira

Úr ódýrustu hillu almannatengsla – bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum

ISAVIA kynnti í upphafi ársins fyrirætlanir um innheimtu á bílastæðagjöldum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Af því tilefni skrifaði ég grein sem birtist á hér á Austurfrétt. Þar var fjallað almennt um starfsheimildir ISAVIA, m.a. sérstök lagaákvæði sem gilda um Keflavíkurflugvöll, en ekki aðra flugvelli. Gjaldtökunni var frestað en ISAVIA hefur nú kynnt að bílastæðagjöld verði innheimt frá 18. júní.

Lesa meira

Besti kosturinn!

Lýðræðið

Við búum í lýðræðisríki þar sem afl atkvæða ræður og það ber að virða. Þess vegna búum við við það að hér á landi eru ríkisstjórnir alltaf samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka. Þess vegna er það þannig að flokkur sem situr í ríkisstjórn getur aldrei reknað með að fá öllum sínum markmiðum framgengt jafnvel þó hann hafi forsætisráðuneytið. Þetta er staðreynd sem ýmsir, ótrúlegt en satt, virðast ekki gera sér grein fyrir.

Lesa meira

Samgönguráðherra - ekki gleyma slysagildrum Suðurfjarðavegar

Margt mæðir á nýjum innviðaráðherra Svandísi Svavarsdóttur, verkefni mörg og brýn. En stjórnmál lúta að forgangsröðun og því viljum við í Fjarðabyggð vekja athygli á því sem á okkur mæðir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.