Aðeins um leiðarval og glötuð tækifæri Miðflokksins

Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var leiðarval og veglína að Fjarðarheiðargöngum Héraðsmegin eitt af kosningamálunum í Múlaþingi. Að öðrum ólöstuðum gáfu fá framboð þessu máli eins mikinn gaum og Miðflokkurinn sem hafði þetta sem sitt aðalmál en þeirra sjónarmið var að heldur ætti að skoða svonefnda norðurleið en fara að tillögu Vegagerðarinnar um það sem nefnt hefur verið suðurleið. Um er að ræða stóra ákvörðun og ljóst að ekki yrðu allir á eitt sáttir um leiðarvalið. Niðurstaða sveitarstjórnar er sú að fara suðurleið en ég hef áður fjallað um þá ákvörðun, sjá hér.

Lesa meira

Tvær hliðar á öllum málum

„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi.

Lesa meira

Smávinir fagrir – Minning um Skarphéðin G. Þórisson

Þann 9. júlí síðastliðinn barst sú harmafregn að þrír einstaklingar hefðu látist í blóma lífsins í hörmulegu flugslysi við Sauðahnjúka. Samfélagið okkar lamaðist úr sorg, spurningar finna ekki svör og við reynum að skilja hvernig daglegt líf getur haldið áfram sinn vanagang þegar við höfum misst svo mikið.

Lesa meira

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira

Fjarlækningar fyrir Austurland

Í dreifðari byggðum landsins getur orðið snúið að fá ýmsa þá þjónustu sem höfuðborgarbúarnir taka sem sjálfsögðum og sjálfgefnum hlut. Þar með talin er ýmis sértæk heilbrigðisþjónusta.

Lesa meira

Strandveiðar

Strandveiðar skipta margar sjávarbyggðir verulegu máli og hafa mest vægi og áhrif í þeim byggðum sem teljast viðkvæmar eða brothættar.

Lesa meira

Afl til allra átta

Margs konar tækifæri og áskoranir fylgja aukinni ferðaþjónustu. Áherslur hafa breyst og uppbygging hefur á sér ýmsar myndir líkt og fjölbreytt verkefni hringinn í kringum landið bera með sér. Við getum nú skoðað fleiri minjar, höfum aðgengi að nýjum stöðum og aðkoma að dýrmætum náttúruperlum hefur bæst til muna. Ásamt þessu hefur aðstaða fyrir gesti aldrei verið betri.

Lesa meira

Um Seyðisfjarðargöng

Góð samstaða virðist almennt vera um að næstu jarðgöng eigi að vera til að losa um einangrun Seyðisfjarðar. Tvennt kemur til greina, Fjarðarheiðargöngin eða Fjarðagöngin (Seyðisfjörður um Mjóafjörð til Norðfjarðar).

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.