Um mögulega Geitdalsárvirkjun

Hér á Austurfrétt var nýlega birt grein um mögulega virkjun Geitdalsár. Greinarhöfundur virðist andsnúinn hugmyndum um virkjunina og jafnframt þátttöku einkaaðila í raforkuframleiðslu. Gott og vel. Í greininni er hins vegar að finna aragrúa rangfærslna og aðdróttana sem snúa að fyrirtækinu Arctic Hydro og verkefninu. Helstu rangfærslur greinarinnar verða hér leiðréttar í þágu heilbrigðrar umræðu um málefnið.

Lesa meira

Ágæti sveitungi: Hugleiðingar í aðdraganda kosninga.

Borgarstefnan

Það hefur um langt árabil verið rekin borgarstefna í þessu landi, þar sem öll þjónusta fyrir landsbyggðina hefur smásaman sogast til höfuðborgarsvæðisins og ríkis- og þjónustufyrirtæki á þessarri sömu landsbyggð meira og minna útibú að sunnan, ef þau eru á annað borð. Ástæðan hefur jafnan verið tilgreind að þar sé markaðurinn, þar sé fjöldinn, þar sé stjórnsýslan og þar sé bolmagnið til að halda úti fyrirtækjum og þjónustu.

Lesa meira

Draumalandið Austurland

Fyrir stuttu skrifaði ég grein: Er byggðastefna á Ísland? Já og ef hún hefði nafn kallaðist hún allir suður. Í þessari grein fer ég yfir framtíðarsýn mína fyrir Austurland.

Lesa meira

Ekki sama VA og séra MR?

Síðastliðið föstudagskvöld kom upp atvik í Gettu-betur spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV þar sem MR og Kvennaskólinn kepptu í 8-liða úrslitum. Eftir að keppni lauk komu upp ásakanir um að liðsmönnum MR hefði verið leiðbeint úr salnum af þjálfara sínum þannig að þeir breyttu svari sínu úr röngu í rétt og stigið sem tryggði þeim 25-24 sigur.

Lesa meira

Um aðstæður fyrir göng undir Fjarðarheiði

Þann 12. febrúar birtist á Austurfrétt frétt þar sem sagt frá fundi um samgöngumál á Eskifirði. Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur flutti þar erindi og er m.a. haft eftir honum að hann óttist að aðstæður til jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði geti um margt verið líkar aðstæðum í Vaðlaheiði. Þetta kemur á óvart, flestir sem hafa skoðað aðstæður, telja að mikil líkindi sé með aðstæðum fyrir Norðfjarðargöng og Fjarðarheiðargöng.

Lesa meira

Í tilefni af Degi leikskólans

Þann 6. febrúar er haldinn hátíðlegur Dagur Leikskólans í leikskólum út um land allt og er í ár 13. skiptið sem þessum degi er fagnað með formlegum hætti.

Lesa meira

Atlaga að öflugu fjölskyldusamfélagi á Reyðarfirði

Skólasund hefur farið fram til fjölda ára í innisundlaug á Reyðarfirði en sundlaugin er staðsett í íþróttahúsinu sem stendur við grunnskólann. Skipulagi sundkennslu hefur verið raðað á 8 vikur á haustin og vorin. Yfir veturinn er sett gólf yfir laugina og þar stundaðar skólaíþróttir sem og íþróttir utan skóla.

Lesa meira

Af einkavæðingu í orkugeiranum og virkjunar á vatnasviði Geitdalsár

Raforka er ein grundvallar undirstaða nútíma samfélags og er því mikilvægt að vandað sé til skipulagsvinnu og ákvarðana sem að málaflokkinum lúta þannig að þær séu trúverðugar og hafnar yfir gagnrýni. Það má færa nokkuð sterk rök gegn ágæti einkavæðingar innan orkugeirans og er helsta ástæðan fyrir því regluverkið sem er ætlað að gæta eignarhalds félaga í orkuvinnslu. Lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri kveða á um að utan íslenskra ríkisborgara og lögaðila sé aðeins ríkisborgurum og lögaðilum innan Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) heimilt að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita til annarra nota en heimilis.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.