Yfirlýsing frá fulltrúum Fjarðalista, Framsóknar og Miðflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Þriðjudaginn 17. desember var samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar að selja Rafveitu Reyðarfjarðar. Salan er skiljanlega mjög umdeild. Rafveita Reyðarfjarðar á sér langa og merkilega sögu og var hún byggð upp af Reyðfirðingum af dugnaði, fórnfýsi og metnaði. Þetta var því alls ekki léttvæg ákvörðun.

Lesa meira

Opið bréf til kjörinna fulltrúa bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna fyrirhugaðrar sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar

Sæl öll, kjörnir fulltúar og umboðsmenn okkar kjósenda í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Það sem er hér í gangi í Fjarðabyggð er kannski lítið í stóra samhenginu í orkumálum landsins eða bara heimsins, en í raun bara smærri mynd af því sem hefur gerst og er að gerast enn í dag.

Lesa meira

Hinsegin Austurland

Nýverið voru þættirnir Svona fólk sýndir á RÚV og hlutu mikla athygli. Þættirnir fjalla um sögu homma og lesbía á Íslandi og réttindabaráttu undangenginna áratuga. Á þessum tíma hefur samfélagið svo sannarlega breyst til hins betra og við stefnum í rétta átt þó enn séu hópar hinsegin fólks komnir mun skemur á veg í sinni baráttu en hommar og lesbíur.

Lesa meira

Jafnvægi í skammdeginu

Það er hlýtt inni í stofu og ég er búin að kveikja á tveimur lömpum og nokkrum kertum. Mér er samt kalt og myrkrið, sem er það eina sem sést út um alla glugga, liggur eins og þyngingarsæng á augnlokunum á mér. Kaffi er hætt að virka og farið að hafa öfug áhrif, einn blundur fyrir hvern bolla.

Lesa meira

„My husband…

Ef einhverjum finnst það verra að ég byrji á útlensku vil ég rifja það upp að þegar „Landinn“ fór hringinn í haust spjallaði Gísli bara við Vinný um Stúdíó síló; allur búturinn héðan á ensku sem ég held að hafi hvergi verið annarsstaðar. Bara flott.

Lesa meira

Aldarafmæli á Eiðum

Á fögrum haustdögum, 18.-20. október síðastliðinn, var hátíð á Eiðum í tilefni þess að nákvæmlega ein öld var liðin síðan Alþýðuskólinn á Eiðum var settur í fyrsta sinn.

Lesa meira

Opið bréf frá leikskólastjórnendum á Austurlandi

Sent sveitarstjórnum Djúpavogshrepps, Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Vopnafjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps og stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.