


R4158A rennur út
Góðir lesendur í Djúpavogshreppi, Múlaþingi og aðrir landsmenn. Í dag rennur út rannsóknarleyfi nr. R4158A, fyrirhuguð virkjun í Hamarsá í Hamarsdal.
Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig
Á laugardaginn er aðalfundur félagsins Hinsegin Austurlands, félags sem var stofnað í desember 2019 til að efla umræðu, skapa vettvang og veita hinsegin fólki á Austurlandi, aðstandendum þeirra og velunnurum rödd og skjól í okkar góða austfirskra samfélagi.
Óheilindi hverra?
Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta.
Flugvöllurinn fer hvergi
Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt.

Íslensk fjölmiðlun eftir Fréttablaðið og fleiri
Íslenskt fjölmiðlalandslag breyttist um síðustu mánaðarmót þegar Fréttablaðið hætti að koma út. Fleiri fjölmiðlar hafa horfið sjónarsviðinu það sem af er ári þótt það sé ekki gamalt. Skömmu áður hafði N4 hætt útsendingum. En getur verið að Fréttablaðið hafi grafið gröf fyrir aðra íslenska fjölmiðla og loks sig sjálft?
Aftur á topplista
Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru.
Enn um Seyðisfjarðargöng
Ég átti nýverið samræðu við Einar Þorvarðarson, fyrrverandi umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi. Hann vildi að ég leitaði fylgis á Seyðisfirði við Fjarðaleiðina, veggöng um Mjóafjörð til Norðfjarðar í stað Fjarðarheiðarganga. Tengja Seyðisfjörð þannig miðkjarnanum. Ákveða síðar hvaða gangaleið verður valin við tengingu fjarða og Héraðs. Ekkert fylgi er til við þessa hugmynd á Seyðisfirði. Þekki það, þarf ekki að gá.