Yfirlýsing frá fulltrúum Fjarðalista, Framsóknar og Miðflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Þriðjudaginn 17. desember var samþykkt í bæjarstjórn Fjarðabyggðar að selja Rafveitu Reyðarfjarðar. Salan er skiljanlega mjög umdeild. Rafveita Reyðarfjarðar á sér langa og merkilega sögu og var hún byggð upp af Reyðfirðingum af dugnaði, fórnfýsi og metnaði. Þetta var því alls ekki léttvæg ákvörðun.

Lesa meira

Opið bréf til kjörinna fulltrúa bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna fyrirhugaðrar sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar

Sæl öll, kjörnir fulltúar og umboðsmenn okkar kjósenda í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Það sem er hér í gangi í Fjarðabyggð er kannski lítið í stóra samhenginu í orkumálum landsins eða bara heimsins, en í raun bara smærri mynd af því sem hefur gerst og er að gerast enn í dag.

Lesa meira

Húsnæðismál og velferð barna í brennidepli

Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar er hálfnað og þykir mér á þeim tímamótum vert að líta um öxl. Ég fer fyrir mikilvægu ráðuneyti og víðfeðmum málaflokkum sem snerta almenning allan. Húsnæðismál eru þar ofarlega á blaði og einsetti ég mér strax í upphafi að mynda traustari umgjörð um húsnæðismál á Íslandi en verið hefur. Í þeim efnum hef ég lagt áherslu á að tryggja nægjanlegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Á þeim tveimur árum sem liðin eru hefur farið fram mikil endurskipulagning og umbótavinna á sviði húsnæðismála bæði hjá ríki og sveitarfélögum og er henni hvergi nærri lokið.

Lesa meira

Jafnvægi í skammdeginu

Það er hlýtt inni í stofu og ég er búin að kveikja á tveimur lömpum og nokkrum kertum. Mér er samt kalt og myrkrið, sem er það eina sem sést út um alla glugga, liggur eins og þyngingarsæng á augnlokunum á mér. Kaffi er hætt að virka og farið að hafa öfug áhrif, einn blundur fyrir hvern bolla.

Lesa meira

„My husband…

Ef einhverjum finnst það verra að ég byrji á útlensku vil ég rifja það upp að þegar „Landinn“ fór hringinn í haust spjallaði Gísli bara við Vinný um Stúdíó síló; allur búturinn héðan á ensku sem ég held að hafi hvergi verið annarsstaðar. Bara flott.

Lesa meira

Eyjólfshakkið

Örlagasaga. Jólin 2019

Þegar ég var við nám í Reykjavík, fyrir mörgum árum síðan, bárust mér reglulega litlir glærir pokar fullir af hakki. Þeir voru látlausir, ómerktir og varð ekki ráðið af þeim hver sendandi var. Það var rækilega hnýtt fyrir enda pokanna til að fyrirbyggja skemmdir hakksins. Öll handbrögð voru til marks um vandvirkni og einlæga virðingu fyrir hakkinu. Ég vissi fyrir víst að faðir minn stóð að baki þessum sendingum. Að öðru leyti var mér ekki kunnugt um uppruna, tilurð eða framleiðslu hakksins. Var hakkið nefnt Eyjólfshakkið eða Örlagahakkið.

Lesa meira

Aldarafmæli á Eiðum

Á fögrum haustdögum, 18.-20. október síðastliðinn, var hátíð á Eiðum í tilefni þess að nákvæmlega ein öld var liðin síðan Alþýðuskólinn á Eiðum var settur í fyrsta sinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.