Dagskrá Ormsteitis komin út á netinu
Bæjar- og menningarhátíðin Ormsteiti er á næsta leiti og er um að gera að fara að skipuleggja sig. Nú er hægt að skoða dagskrána á netinu.
Ormsteiti verður haldið á Egilsstöðum og vítt og breytt um Fljótdalshérað dagana 15-24. ágúst nk. Hátíðin hefur farið vaxandi ár frá ári og samkvæmt Guðrúnu Lilju Magnúsdóttir framkvæmdastjóra hátíðarinnar verður dagskráin í ár með glæsilegasta móti.
Nú er hægt að fara inn á ormsteiti.is og skoða dagsránna en á næstu dögum mun hún svo gægjast inn um lúgur Héraðsbúa.