Peningaverðlaun fyrir bestu ljósmynd ársins af Lagarfljótsorminum: Nú er til mikils að vinna

LagafljótsormurinnÞar sem búið er að staðfesta tilvist Lagarfljótsormsins vill Þjónustusamfélagið á Héraði hvetja fólk til að reyna að ná myndum af okkar frægasta íbúa og mun nú framvegis halda árlega ljósmyndasamkeppni um bestu myndina af orminum.

„Keppnin er í raun í gangi allan ársins hring og getur fólk sent inn myndir þegar það vill. Svo er dregið út á sama tíma á hverju ári þá sýnum við myndirnar og veitum verðlaun fyrir þá flottustu. Þetta er svona verkefni sem er alltaf í gangi og nú er til mikils að vinna,“ segir Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, starfsmaður Þjónustusamfélagsins á héraði.

Þjónustusamfélagið á Héraði hefur líka ákveðið að veita framvegis peningaverðlaun uppá 50.000 kr. fyrir bestu ljósmyndina af Lagarfljótsorminum.

Tekið er á móti myndum á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samkeppni verður svo nánar auglýst síðar á heimasíðunni www.visitegilsstadir.is og á samfélagsmiðlum.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.