Maðurinn sem stal sjálfum sér - útgáfuhóf í Löngubúð á Djúpavogi

gisli palsson madurinn sem stal sjalfum ser 1Laugardaginn 11. október verður útgáfu bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson mannfræðing fagnað í Löngubúð á Djúpavogi. Bókin fjallar um lífshlaup Hans Jónatans, karabíska þrælsins sem gerðist verslunarmaður á Djúpavogi. Hans Jónatan var einnig fyrsti þeldökki maðurinn sem settist að hér á landi.

„Hann var þræll fæddur á St. Croix í Vestur Indíum, 1784 á plantekru sem var í eigi danskra sykurbaróna. Hann ólst upp að hluta til á St. Croix en fluttist ungur að árum til Danmerkur með eigendum sínum og fjölskyldu. En saga Hans Jónatans endaði ekki þar, því eftir að hafa tapað málaferlum gegn eigendum sínum í frægum réttarhöldum í Danskri réttarsögu stakk hann af og endaði hér á landi. Líklega í gegnum tengsl við danska verslunarmenn sem voru við Djúpavogsverslun. Hann settist þar að, hvort sem það var upphaflega ætlunin, og bjó þar til dauðadags,“ segir Gísli í viðtali sem var tekið við hann fyrr í sumar.

Herlegheitin hefjast kl. 16:00 og m.a. mun Kristín Vilhelmína Sigfinnsdóttir, Djúpavogsbúi og afkomandi Hans Jónatans lesa upp úr bókinni.

Mynd: Forlagið

gisli palsson madurinn sem stal sjalfum ser 2


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.