Seyðisfjörður áberandi í nýju landkynningarmyndbandi

seydisfjordur april2014 0006 webSeyðisfjörður er einn af lykilstöðunum í nýju landkynningarmyndbandi átaksins Inspired by Iceland sem vakið hefur athygli víða um heim. Í því er leitast við að leita uppi faldar gersemar á landinu.

Myndbandið var tekið síðasta vetur en þar er fylgt eftir ferð Jennifer Asmundson, matreiðslumeistara frá Seattle í Bandaríkjunum sem vann ferð um landið.

„Það eru engin orð til að lýsa þessu, þetta er svo ótrúlega fallegt," segir Jennifer í myndbandinu um upplifun sína en fjallað er um hana á vef breska stórblaðsins Daily Mail í dag.

Farið er landshorna á milli, frá Seyðisfirði til Snæfellsness, en komið var austur á öðrm degi ferðarinnar. Buslað er í Lóninu á Seyðisfirði og litið við í LungA lýðháskólanum.

Alls eru yfir 20 staðir á Austurlandi skráðir í „Share the Secret" herferðinni.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.