Skip to main content

Seyðisfjörður áberandi í nýju landkynningarmyndbandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. okt 2014 14:14Uppfært 16. okt 2014 14:18

seydisfjordur april2014 0006 webSeyðisfjörður er einn af lykilstöðunum í nýju landkynningarmyndbandi átaksins Inspired by Iceland sem vakið hefur athygli víða um heim. Í því er leitast við að leita uppi faldar gersemar á landinu.


Myndbandið var tekið síðasta vetur en þar er fylgt eftir ferð Jennifer Asmundson, matreiðslumeistara frá Seattle í Bandaríkjunum sem vann ferð um landið.

„Það eru engin orð til að lýsa þessu, þetta er svo ótrúlega fallegt," segir Jennifer í myndbandinu um upplifun sína en fjallað er um hana á vef breska stórblaðsins Daily Mail í dag.

Farið er landshorna á milli, frá Seyðisfirði til Snæfellsness, en komið var austur á öðrm degi ferðarinnar. Buslað er í Lóninu á Seyðisfirði og litið við í LungA lýðháskólanum.

Alls eru yfir 20 staðir á Austurlandi skráðir í „Share the Secret" herferðinni.