Haustkvöld á Héraði í kvöld: Hvetjum alla til að koma og upplifa stemninguna

egilsstadirÍ kvöld fimmtudaginn 16. október verður haldið árlegt Haustkvöld á Héraði. Þessi viðburður hefur verið haldinn undanfarin ár að frumkvæði Þjónustusamfélagsins á Héraði.

„Þátttakan í ár er mjög góð, en það er um tuttugu fyrirtæki sem taka þátt og eru með lengri opnunartíma, vörukynningar, tilboð og námskeið. Markmiðið er að búa til kósí og skemmtilega stemningu á Egilsstöðum, með kertaljósum, tónlist og almennri gleði á góðu haustkvöldi. Þetta hefur tekist mjög vel síðustu ár og við vonum að bæjarbúar verði duglegir að fara út að borða, kíkja í verslanirnar okkar og upplifa stemninguna,“ segir Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, starfsmaður Þjónustusamfélagsins

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.visitegilsstadir.is


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.