Íbúar Fjarðabyggðar boðnir á forsýningu á Fortitude

FortitudeTiger Aspect og Pegasus bjóða íbúum Fjarðabyggðar á forsýningu á 1. og 2. þætti af Fortitude sjónvarpsseríunni.

Seríuna þarf vart að kynna en Fortitude þættirnir voru teknir upp á Austurlandi síðasta vetur, einkum á Reyðarfirði og Eskifirði. Þeir eru eitt stærsta verkefni sem breska Sky sjónvarpsstöðin hefur ráðist í á sviði leikins sjónvarpsefnis.

Sýningar verða fimmtudaginn 8. janúar í Félagslundi Reyðarfirði og verða tvær sýningar, fyrri sýningin hefst kl. 18:00 og hin síðari kl. 21:00.

Sky sjónvarpsstöðin hefur staðfest að sýningar á Fortitude fari í loftið klukkan níu miðvikudagskvöldið 29. Janúar næstkomandi. Hérlendis hefur RÚV tryggt sér sýningarrétt á þáttunum.

Sjá kynningu um þættina HÉR


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.