Ný sýning um hreindýr á Austurlandi í Safnahúsinu á Egilsstöðum – Opið hús á morgun
Sýninguna prýða fjölmargar ljósmyndir af hreindýrum á Austurlandi eftir Skarphéðinn G. Þórisson, helsta sérfræðings landsins um hreindýr, auk dýrgripa á borð við gamlar ljósmyndir af hreindýraveiðum og kvikmyndin „Á hreindýraslóðum“ eftir Eðvarð Sigurgeirsson. Á sýningunni má sjá ýmsa haglega gerða hluti úr hreindýrshornum og hreindýrsskinni.
Gerð sýningarinnar fór fram í samvinnu við Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum. Fjölmargir lögðu verkefninu lið, bæði einstaklingar og stofnanir. Sýningarhönnuður er Björn G. Björnsson. Um verkefnisstjórn sá Unnur B. Karlsdóttir sagnfræðingur.
Fyrir þá sem komast ekki á opið hús á morgun má benda á að sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 11:30-19:00 og um helgar frá 10:30-18:00 til 31. ágúst.
Mynd: Unnur B. Karlsdóttir, verkefnisstjóri sýningarinnar