Iceland Airwaves blæs til tónleika á Breiðdalsvík

breiddalsvik2008Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Dj flugvél og geimskip troða upp í Frystihúsinu á Breiðdalsvík næstkomandi laugardagskvöld, 13. júní. Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir kl. 20:00.

Tónleikarnir eru á vegum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og eru liður í ferð þessara listamanna um landið, sem ber yfirskriftina „Veðurskipið Líma“. Auk Breiðdalsvíkur verður spilað í Bolungarvík, Grenivík, á Raufarhöfn og í Reykjanesbæ.

Listamennina sem troða upp ættu margir að þekkja. Agent Fresco er ein dáðasta rokksveit landsins og Emmsjé Gauti hefur verið afar áberandi í íslensku rappsenunni undanfarin ár. Dj flugvél og geimskip hefur svo vakið mikla athygli fyrir framúrstefnulegar lagasmíðar og skemmtilega sviðsframkomu.

Miðar á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves verða gefnir heppnum tónleikagestum á hverjum stað, en hátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 4.-8. nóvember næstkomandi.

Hér að neðan má heyra tóndæmi frá sveitinni Agent Fresco.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.