Laser Life heldur útgáfutónleika í Sláturhúsinu á föstudag

jgstórÚtgáfu plötunnar Polyhedron með Laser Life verður fagnað með tónleikum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum föstudaginn 21. ágúst. Frítt er inn á tónleikana og hefjast þeir kl. 21:00 annað kvöld.

Laser Life er raftónlistarverkefni Egilsstaðabúans Breka Steins Mánasonar sem er um þessar mundir að gefa frá sér sína fyrstu breiðskífu. Öll lögin á plötunni eru samin og tekin upp með baritone gítar og hjóðgervlum sem líkja eftir gömlum leikjatölvum.

Platan hefur verið tæp 2 ár í bígerð en nú er hún loksins á lokasprettinum. Við hljóðblöndun plötunnar nýtur Breki aðstoðar Curvers Thoroddsen en hann hefur áður unnið að plötum með Mínus, Ghostigital, Fufanu og hinum austfirsku Miri.

Øystein Magnús Gjerde sér um upphitun á tónleikunum og hægt verður að forpanta eintak af plötunni á staðnum.

Hér fyrir neðan má heyra tóndæmi frá Laser Life, en í myndbandinu sést brot úr vídjóverki sem sýnt verður á tónleikunum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.