Verður Austurland á símaskjám hjá 100 milljón manns í dag?

snapchat-logoÍsland er í beinni á samfélagsmiðlinum Snapchat í dag, í fyrsta sinn. Íslendingum gefst þannig kostur á því að senda myndskeið sín í sérstaka Íslands-story sem verður aðgengileg öllum notendum Snapchat en virkir notendur samfélagsmiðilsins eru um 100 milljónir um heim allan.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort einhverjir Austfirðingar dragi fram snjallsímann í dag og leyfi Snapchat notendum vítt og breitt um heiminn að fylgjast með því sem fram fer á Austurlandi á þessum miðvikudegi. Þó er ljóst að erfitt verður að komast að, þar sem tæplega helmingur þjóðarinnar notar Snapchat, samkvæmt Samfélagsmiðlamælingu Gallup frá því í maí síðastliðnum.

En það er um að gera að reyna!

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.