Kórfélagar skemmtu flugfarþegum sem biðu - Myndband
![thota egs 14042015 0052 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0052_web.jpg)
Flugið átti upphaflega að fara klukkan 7:30 í gærmorgun en vélin fór ekki í loftið fyrr en rúmlega átta um kvöldið.
Þeir voru hins vegar boðaðir fyrr út á flugvöllinn og þurftu því að bíða nokkurn tíma. Menn gerðu þó sitt besta til að stytta biðina og karlakórinn Drífandi tók lagið í biðsalnum, en kórfélagar voru á leið í árshátíðarferð sína.
Um 180 farþegar lentu síðan í Dyflinni um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi eftir notalegt flug.
Karlakórinn Drífandi lætur ekki töf á flugi til Dublin skemma stemminguna í hópnum og tekur lagið í flugstöðinni meðan beðið er eftir flugvélinni
Posted by Egilsstaðir International Airport on Thursday, 29 October 2015