Kórfélagar skemmtu flugfarþegum sem biðu - Myndband

thota egs 14042015 0052 webFarþegar sem áttu bókað í beint flug frá Egilsstöðum til Dyflinnar í gær komust loks í loftið eftir þrettán tíma í bið í gærkvöldi. Ýmislegt var gert til að stytta biðina.

Flugið átti upphaflega að fara klukkan 7:30 í gærmorgun en vélin fór ekki í loftið fyrr en rúmlega átta um kvöldið.

Þeir voru hins vegar boðaðir fyrr út á flugvöllinn og þurftu því að bíða nokkurn tíma. Menn gerðu þó sitt besta til að stytta biðina og karlakórinn Drífandi tók lagið í biðsalnum, en kórfélagar voru á leið í árshátíðarferð sína.

Um 180 farþegar lentu síðan í Dyflinni um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi eftir notalegt flug.

 

Karlakórinn Drífandi lætur ekki töf á flugi til Dublin skemma stemminguna í hópnum og tekur lagið í flugstöðinni meðan beðið er eftir flugvélinni

Posted by Egilsstaðir International Airport on Thursday, 29 October 2015


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar