Prjónakonur í útrás
![big red balloone10](/images/stories/news/2015/big_red_balloone10.jpg)
Esther Ösp starfar sem kynningastjóri Skógræktar Íslands og Bylgja er kennari. Báðar hafa þær prjónað á fjölskyldumeðlimi og vini í talsverðan tíma – eftir uppskriftum annarra til þess að byrja, sem síðar þróaðist yfir það að þær fóru að breyta þeim eftir eigin höfði og loks að hanna sínar eigin.
Uppskriftir Big red balloon eru nú til sölu á alþjóðlegu prjónasíðnni Ravelry.com. Notendahópur síðunnar er stór og því fínt sóknarfæri. Aðspurð hvernig viðtökurnar hafa verið segir Esther Ösp.
„Okkur finnst þetta hafa farið vel af stað. Við vissum auðvitað að það tekur tíma að byggja allt svona upp og þetta er langhlaup.
Margir safna saman þeim uppskriftum sem þeir vilja prjóna en eru auðvitað að því í frístundum, svo salan fer kannski ekki fram fyrr en einhverjum vikum eða mánuðum eftir að menn rekast á uppskriftina.
Við gefum út okkar fyrstu 12 uppskriftir í vetur. Við erum komnar með ýmsar hugmyndir um framhaldið en það er ekkert ákveðið ennþá."
Prjónaskapur hreinsar hugann
Ester Ösp segir enga eina leið vera að því að hanna eigin flíkur.
„Við skoðum mikið af aðferðum og mynstrum á netinu, í bókum og pælum og hendum á milli okkar. Garnið hefur líka ákveðin áhrif. Svo setjum við saman flík úr sem er einhvers konar samsuða úr þessu öllu saman.
Núna er ég til dæmis að hanna lopapeysu með með frekar óvenjulegu mynsturaðferð sem ég rakst á fyrir löngu. Hún er líka hönnuð með það í huga að sumir krakkar eru viðkvæmir fyrir ull við hálsinn og úlnliðin."
Esther segir prjónaskap ákveðna hugleiðslu.
„Prjónaskapur er auðvitað endurtekning, taktföst sem maður þarf að einbeita sér að prjónaskapnum, mismikið auðvitað samt. Fyrir mér hreinsar prjónaskapur hugann og er oft ákveðinn stuðningur þegar leysa þarf einhver vandamál, stór eða smá."
![big red balloone1](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone1.jpg)
![big red balloone2](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone2.jpg)
![big red balloone3](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone3.jpg)
![big red balloone10](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone10.jpg)
Við gefum út okkar fyrstu 12 uppskriftir í vetur. Við erum komnar með ýmsar hugmyndir um framhaldið en það er ekkert ákveðið ennþá."
Prjónaskapur hreinsar hugann
Ester Ösp segir enga eina leið vera að því að hanna eigin flíkur.
„Við skoðum mikið af aðferðum og mynstrum á netinu, í bókum og pælum og hendum á milli okkar. Garnið hefur líka ákveðin áhrif. Svo setjum við saman flík úr sem er einhvers konar samsuða úr þessu öllu saman.
Núna er ég til dæmis að hanna lopapeysu með með frekar óvenjulegu mynsturaðferð sem ég rakst á fyrir löngu. Hún er líka hönnuð með það í huga að sumir krakkar eru viðkvæmir fyrir ull við hálsinn og úlnliðin."
Esther segir prjónaskap ákveðna hugleiðslu.
„Prjónaskapur er auðvitað endurtekning, taktföst sem maður þarf að einbeita sér að prjónaskapnum, mismikið auðvitað samt. Fyrir mér hreinsar prjónaskapur hugann og er oft ákveðinn stuðningur þegar leysa þarf einhver vandamál, stór eða smá."
![big red balloone1](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone1.jpg)
![big red balloone2](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone2.jpg)
![big red balloone3](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone3.jpg)
![big red balloone10](/images/stories/news/2015/big_red_balloone/big_red_balloone10.jpg)