„Hæfileikakeppnis-atriðið mitt yrði handstöðuganga"
„Ég er búsett í Danmörku þar sem ég legg stund á nám í Margmiðlunarhönnun- og samskiptum, þar sem forritun, grafísk hönnun og markaðsfræði koma saman og mynda nám sem hentar mér. Fyrir utan námið er ég á fullu í undirbúningi fyrir samfélagsverkefni sem ég er að fara af stað með þar sem ég mynda andlit 100 þunglyndra Íslendinga og vinn úr því heimildarstuttmynd.
Geðsjúk sem eru óformleg samtök sem ég stofnaði ásamt Silju Björk Björnsdóttir og Bryndísi Sæunni S. Gunnlaugsdóttir samferða #égerekkitabú hreyfingarinnar. Hreyfingin er barátta við það tabú sem geðsjúkdómar eru í samélaginu og að vinna að heilsujafnrétti. Það er margt að gerast hjá Geðsjúk á næstunni og það er frábært að vera hluti af því teymi."
Fullt nafn:Tara Ösp Tjörvadóttir
Aldur: 25 ára
Starf: Nemi í Margmiðlunarhönnun
Maki: Rakel Sölvadóttir
Börn: Ísold Birta. Svo á ég tvö yndisleg stjúpbörn sem ég hlakka til að kynnast.
Best í heimi? Ástin og endorfín.
Hver er þín helsta fyrirmynd? Kristbjörg Jónasdóttir, móðir mín, sem hefur masterað jafnvægið á milli menntunar, vinnuferils, líkamsræktunar og fjölskyldulífs. Hún er og verður alltaf ofurhetjan mín.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Telst hafragrautur með? Þá er það hafragrautur, egg og Coke Zero.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Það eru tvær tegundir af góðu tríti. Annað er að vefja mér inní teppi, safna allskonar sykurveigum fyrir framan mig og horfa á heimildarmyndir. Hitt er að fara á hlaupabretti og stunda langa endorfín söfnun.
Hvað er í töskunni þinni? MacBook, allskonar hleðslutæki, allskonar greiðslu- og ræktarkort og lyklar af heimili mínu.
Duldir hæfileikar? Hæfileikakeppnis-atriðið mitt yrði handstöðuganga.
Helstu framtíðarmarkmið? Að berjast fyrir ójafnrétti heimsins, vera frábær fjölskyldukona og vera virkur ræktandi andlegrar og líkamlegrar heilsu.
Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Miðvikudagur, ekki of nálægt helginni í hvoruga átt, svo það er dagur sem hefur jafnvægi og fókus.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Asískur matur og ítalskar pítsur. Annars er sykurskert kókómjólk matvæli sem ég gæti lifað á.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er að ég tel góð í að setja mig í spor annarra.
Hver er þinn helsti ókostur? Athyglisbrestur minn getur valdið allskonar óþægindum eins og óhæfni minni til að taka eftir umhverfi mínu, er áttavillt meir en orð geta lýst.
Besta bíómynd allra tíma? Notting Hill, það er einfaldlega engin sem jafnast á við hana.
Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Að allir séu jafnir, og höfu sömu réttindi óháð kyni, kynhneigð eða litarhafts.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni er kostur sem ég fell fyrir.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Ég geri ekki uppá milli húsverkanna, þau eru öll jafn yndisleg eftirá.
Draumastaður í heiminum? Staðurinn innan í mér þegar ég finn fullkominn frið, hvar sem er með fjölskyldu minni og allir staðir heimsinsins sem ég hef ekki enn séð eru mér sem draumur.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? A Sky Full Of Stars - Coldplay.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Væri til í að geta töfrað samkennd inn í fólk sem hana skortir.
Hefur þú einhvern leiðinlegan ávana? Ég er með milda áráttuhegðun, það sem kannski hefur mest áhrif á mig er „like" árátta mín á Facebook.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ég hef fengið meira en ég gæti nokkurn tíman beðið um, að fara með dóttir minni til fjölskyldunnar til Seattle þar sem við verðum sameinuð yfir hátíðarnar. Ef ég myndi bæta einhverju við þá hamingjusprengju sem það verður væri að hafa ömmu Grétu með okkur.