Tvísöngur á alþjóðlegum lista yfir mannvirki með einstakan hljómburð

tvisongur oj webÚtilistaverkið Tvísöngur, sem er skammt ofan við fiskiðjuna á Seyðisfirði, er nefndur fyrstur í upptalningu bresks tímarits yfir tíu byggingar með einstakan hljómburð.

Það er tímaritið The Spaces, sem fjallar um byggingalist, sem tekur listann saman.

Þar segir frá Tvísöng sem sé settur saman úr fimm steinsteyptum hvelfingum sem hver magni upp hljóminn frá hinni.

Í úttektinni segir að of oft sé lögð áhersla á að hafa hemil á hljóðinu og draga úr því í stað þess að njóta fjölbreytni þess.

Þá einkennist byggingarlist af því hversu flottar myndir sé hægt að taka af smíðinni en því miður sé ómögulegt að gera bergmálinu skil á Instagram. Það sé miður því eftirminnilegustu byggingarnar reyni á fleiri skilningarvit en sjónina.

The Spaces er nýlegt vefrit, gefið út af VF Publishing í Bretlandi sem þekktast er fyrir FACT! tónlistartímaritið. Af öðrum byggingum á listanum má nefna hellaleikhús í Ungverjaland, steinsteypta hljóðspegla í Bretlandi og danska tónlistarsafnið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar