Gæsahúð og dularfull stemmning í Fáskrúðsfjarðarkirkju í kvöld
„Þarna verða sagðar sögur sem tengjast þjóðtrú, þjóðsögum og mannanna raunum, í bland við undurfagran söng," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur á Fáskrúðsfirði.Þær Berta Dröfn Ómarsdóttir, söngkona, Berglind Ósk Agnarsdóttir, sagnaþula og söngkona og Dagný Elísdóttir, gítarleikari og söngkona munu standa fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í Fáskrúðsfjarðarkirkju í kvöld.
„Dagskráin er bæði í tali og tónum – sögur, einsöngur, tvísöngur og hljóðfæraleikur. Þetta verður stund sem allir ættu að hafa gaman að og yfirbragðið í takt við árstíðina, rökkur og kertaljós. Ég spyr nú bara, þorir þú?" segir Jóna Kristín.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur og enginn posi er á staðnum.