Bjóða Austfirðingum í prentsmiðju: Mikið svigrúm til sköpunar

hannah cook hreindyr webAustfirðingum gefst tækifæri á að prófa sig áfram í prenttækni í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Grafísku hönnuðirnir Hannah Cook og Perla Sigurðardóttir leiða þar prentsmiðju.

„Við erum að skera út stimpla úr kartöflum sem við notum í áprentunina og ætlum að nota þá sem aðgengilegt form prentlistarinnar til að kenna nemum og öðrum úr samfélaginu sem hafa áhuga," segir Hannah.

Hún er bandarísk en hefur dvalist eystra síðustu tvo mánuði til að kynna sér umhverfi og sögur fjórðungsins.

„Við notum hönnum og munstur sem ég hef þróað þessa tvo mánuði sem grunna. Það verður því austfirsk menning í bakgrunni sem byggir á myndmálinu sem ég hef kynnst hér."

Eins verða kartöflur á svæðinu fyrir þá sem vilja skera út eigið munstur. „Þeir sem eru nógu gamlir til að halda á hníf geta gert það."

Smiðjan er öllum opin og án endurgjalds. Efni verður á staðnum en gestir geta einnig komið með sitt eigið vilji þeir þrykkja á eitthvað sérstakt.

„Gestir geta búist við að geta gert tilraunir með ólíka hönnum. Það verður mikið svigrúm fyrir sköpun, sveigjanleika og samvinnu.

Þetta verður einfalt og allt til reiðu en líka stórgaman því allir aldurshópar geta tekið þátt."

Smiðjan hefst klukkan 18:00.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar