„Ég hafði ekkert betra að gera á laugardagskvöldi“

egilsbud i fronsku fanalitunum10„Þetta kviknaði bara sem hugmynd við matarborðið sem var svo búið að framkvæma klukkutíma síðar", segir Guðjón Birgir Jóhannsson, í Neskaupstað sem lýsti Egilsbúð upp í frönsku fánalitunum á laugardagskvöldið.
„Ég og konan mín sátum og lásum fréttir af þessum hörmungum á netmiðlum og sáum meðal annars að búið var að lita ýmsar byggingar í Reykjavík í frönsku fánalitunum í samúðarskyni.

Ég spurði því á Facebook hvaða byggingu við hér í Neskaupstað ættum að lýsa upp og svörin létu ekki á sér standa. Flestir minntust á Egilsbúð, en ég þekki það hús vel og ákvað því að kýla á það," segir Guðjón Birgir í samtali við Austurfrétt.

Guðjón Birgir er  eigandi Hljóðkerfaleigu Austurlands og hefur því aðgang að „led-ljósum" í öllum litum.

„Í framhaldi bað ég fólk um að koma og aðstoða okkur, en á svipstundu höfðu tíu boðið sig fram – fólk úr öllum áttum, ekkert endilega þeir sem vinna með okkur í Hljóðkerfaleigunni. Lýsingin var komin upp tuttugu mínútum síðar og Egilsbúð upplýst í frönsku fánalitunum.

Við höfum fengið mjög mikil jákvæð viðbrögð við þessu. Ég tel skipta miklu máli að sýna samstöðu. Það þýðir ekkert fyrir okkur út á landi að sitja heima og bíða eftir að hlutirnir gerist, við getum bara gert þá sjálf. Ég hafði ekkert betra að gera á laugardagskvöldi."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar