Undirbúa tökur á næstu þáttaröð af Fortitude

rfj fortitude 0014 webUndirbúningur er hafinn í Fjarðabyggð fyrir tökur að næstu röð af bresku spennuþáttunum Fortitude. Enn er þó eftir að staðfesta hvaða leikarar verða í sviðsljósinu þá.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar staðfesti Einar Sveinn Þórðarson, markaðsstjóri hjá kvikmyndafyrirtækinu Fortitude, að byrjað verði á tökum í febrúar.

Nú sé verið að skoða svæðinu og pæla í því hvernig henti að taka þættina upp.

Lítið hefur heyrst af þáttaröðinni síðan tilkynnt var í apríl að önnur þáttaröð yrði gerð. Ljóst er að endurnýja þarf leikaraliðið töluvert þar sem fjöldi persóna á ekki afturkvæmt eftir atburði í þeirri síðustu.

Björn Hlynur Haraldsson staðfesti í samtali við Fréttablaðið síðsumars að hann yrði áfram með. Hann lék lögreglumanninn Erik sem einnig var eiginmaður bæjarstjórans.

Engir aðrir leikarar hafa formlega verið staðfestir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar