![](/images/stories/news/2015/beitir_nk/beitir_nk_20151227_0060_web.jpg)
Fjöldi skoðaði nýjan Beiti - Myndir
Fjölmargir Norðfirðingar og aðrir Austfirðingar þáðu heimboð Síldarvinnslunnar um jólin til að skoða nýjan Beiti NK, stærsta uppsjávarveiðiskip Íslendinga, sem kom til heimahafnar á Þorláksmessu.
Skipið hét áður Gitte Henning og var keypt í lok október af dönsku útgerðarfélagi. Það var smíðað í Litaháen árið 2014.
Það leysir af hólmi eldri Beiti sem smíðaður var árið 1997. Sá gekk upp í kaupin og er nú í umsjón nýrra eigenda í Danmörku sem samið hafa um smíði nýs skips.
Skipstjórinn Tómas Kárason færist á milli skipanna en Sturla Þórðarson kemur af Berki til að vera við hlið hans. Stöðu hans þar tekur Hálfdán Hálfdánarson sem áður var á Beiti.
Á skipunum skiptir stærðin máli þannig að betur á að fara um áhöfn til allra afhafna.
Nú er verið að vinna í að gera skipið tilbúið til veiða á nýju ári.