Íþróttir í aðalhlutverki um helgina

Íþróttir verða í aðalhlutverki í fjórðungnum um helgina, auk þess sem upplagt er að skella sér á tónleika.



Höttur tekur á móti Njarðvík í Domino´s deild karla í kvöld klukkan 18.30. Fylgjast má með Facebooksíðu félagsins hér.

Kvennalið Þróttar tekur á móti Stjörnunni á heimavelli á morgun klukkan 13:30. 

Tónleikar verða í Safnahúsinu í Neskaupstað á sunnudaginn þar sem feðginin Rannveig Júlía og Geir Sigurpáll taka nokkrar vel valdar ábreiður með listamönnum á borð við Tina Dico, Joni Mitchell, Nick Cave, Ane Brun, Megas og Tom Waits. Margrét Kolka verður sérstakur gestur hjá þeim og norðfirska rokkbandið Coney Island Babies hitar gesti upp með nokkrum nýjum lögum úr smiðju sveitarinnar. Sjá nánar um viðburð hér.

 

 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar