Jólabakstur á Djúpavogi
Á vefsíðu Djúpavogshrepps kemur fram að síðustu daga hafa nemendur leikskólans bakað sínar árlegu piparkökur og skreytt þær. Þessi liður er einn af þeim föstu liðum í starfi Bjarkatúns í Desember. Krakkarnir baka kökurnar sjálf og skreyta þær.
Síðan munu þau bjóða foreldrum sínum í heimsókn í leikskólann til að bragða á góðgætinu og fylgjast með starfinu á leikskólanum. Hægt er að sjá myndir af jólabakstrinum hér.
Myndir frá bakstrinum má finna hér http://www.djupivogur.is/leikskoli/?pageid=954
ÞS