„Margir kjósa að vera á skíðum um jólin“

oddsskard skidiStefnt er á að opna Skíðamiðstöðina í Oddsskarði annan í jólum ef aðstæður leyfa.

Það er góður grunnur í fjallinu, en það reif ansi mikið í burtu í rokinu um daginn," segir Ómar Skarphéðinsson, umsjónarmaður skíðamiðstöðvarinnar.

„Það er kalt framundan og það eru alveg tvær vikur til stefnu. Það þarf ekki mikla viðbót til þess að þetta gangi allt saman upp.

Það er draumurinn að hafa opið um jólin, en margir eiga frí milli hátíðana og kjósa að vera á skíðum. Um helgaropnun yrði að ræða þessa daga, eða frá 11:00-16:00.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar