Gjaldfrjáls leikskóli á Djúpavogi
Djúpavogshreppur sem er eitt hinum svokölluðu jaðarsveitarfélögum hefur sett ný viðmið fyrir önnur sveitarfélög á Austurlandi með gjaldfrjálsum leikskóla.
Á sveitarstjórnarfundi í hreppnum í lok desember var ákveðið að bjóða uppá gjaldfrjálsan leikskóla fyrir tvo elstu árgangana í leikskólanum á Djúpavogi. Gjaldfrjálst verður í þrjár klukkustundir á dag fyrir hvert barn. Eftir því sem Austurglugginn kemst næst er Djúpivogur fyrsta sveitarfélagið á Austurlandi sem býður gjaldfrjálsan leikskóla að einhverju leyti.