Austfirskir söngvarar sungu inn jólin – Myndir

Fimm austfirskir söngvarar stóðu í gærkvöldi fyrir tónleikum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þar sem þeir sungu nokkur af sínum uppáhalds jólalögum.

Söngvararnir voru Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir, Árni Friðriksson, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir, Nanna Imsland og Unnar Geir Unnarsson. Undir spilaði gítarleikarinn Friðrik Jónsson.

Hver söngvari valdi sér þrjú lög og söng þau ýmist einn eða með stuðningi annarra. Þannig var til dæmis boðið upp á dúetta í Litla trommuleikaranum og Baby it's Cold Outside og hópsöng í Nóttin var sú ágæt ein.

Hópurinn kemur svo aftur fram í Álfakaffi á Borgarfirði i kvöld.

aldis fjola jolin heima 0006 webaldis fjola jolin heima 0023 webaldis fjola jolin heima 0031 webaldis fjola jolin heima 0064 webaldis fjola jolin heima 0068 webaldis fjola jolin heima 0076 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar