Ekta heimaverkuð skata á í frystihúsinu á Breiðdalsvík í kvöld

Íbúar Breiðdalsvikur taka forskot á sæluna í dag þegar skötuhlaðborð verður haldið í nýjum sal í gamla frystihúsinu.

„Við ákváðum að hafa þetta í kvöld þar sem einnig verða jólatónleikar eftir matinn og hljómsveitin komst helst á þessum tíma," segir Friðrik Árnason, eigandi hótels Bláfells.

„Við bjóðum upp á ekta heimaverkaða skötu og ljúfa tóna í kvöld. Maturinn hefst klukkan hálf átta en einnig er hægt að mæta aðeins á tónleikana sem hefjast klukkan níu."

Fjölmargt annað er um að vera í fjórðungnum þessa síðustu helgi fyrir jól.

Nemendur á unglingastigi í félagsmiðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfirði bökuðu piparkökuhús til styrktar góðra málefna sem hafa verið til sýnis í Molanum (verslunarkjarninn á Reyðarfirði). Nánar um verkefnið má sjá hér.

Í dag, frá klukkan 17:00 verða þau á í Molalun til að kynna málefnin og safna í þeirra þágu. Nánar má lesa um verkefnið hér.

Minningarreitur um snjóflóðin í Neskaupstað verður vígður í dag klukkan 18:00. Austurfrétt fjallaði um reitinn og athöfnina í byrjun viku, eins og lesa má hér.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson heldur tvenna hátíðartónleika í fjórðungnum um helgina, annars vegar í kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld klukkan 20:00 og hins vegar í Egilsstaðakirkju annað kvöld klukkan 20:00. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar