HSA rekur Helgafell

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur tekið við rekstri dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi. Viðvarandi halli var á rekstri heimilisins og segir Björn Hafþór Guðmundsson, oddviti Djúpavogshrepps, að erfitt hafi verið að verja hann öllu lengur. Í bókun sveitarstjórnar segir gleðilegt að ákvörðun um að hreppurinn hætti rekstri dvalarheimilisins hafi ekki leitt til að því yrði lokað.


ImageAllir núverandi starfsmenn sveitarfélagsins á Helgafelli hafa fengið endurráðningu. Yfirstjórn færist í aðalstöðvar HSA. Opnunartími hefur verið lengdur. „Samskiptin við HSA hafa verið góð og við höfum fulla trú á því að þessi lausn sé til frambúðar, en ennþá vantar að bæta aðsókn að stofnuninni, en þar ættu HSA á ýmsan hátt að vera hæg heimatökin,“ segir Björn Hafþór.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar