Um 300 ungmenni á unglingalandsmóti Landsbjargar: Myndir

IMG 9709 webUm þrjú hundruð ungmenni á aldrinum 13-17 ára dvöldust á Norðfirði síðustu helgina í júní þar sem fram fór unglingalandsmót Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Lengst að komu Ísfirðingar en þeirra ferðalag tók fimmtán klukkutíma. 

Fjölbreytt dagskrá var alla helgina en áherslan er á samvinnu, traust og holla tómstundaiðju. Meðal annars er búið upp á æfingar í skyndihjálp, fjallamennsku, rötun og ferðamennsku.

Að þessu sinni var líka boðið upp á leitartækni og rústabjörgun auk þess sem margir skelltu sér á kajak. Á laugardeginum fóru fram björgunarleikar þar sem unglingarnir keppt var í hinum ýmsu þrautum tengt björgunarsveitarstarfi og öðrum til skemmtunar.

Þá var lagt upp með að unglingarnir tækju virkan þátt í efla og þróa sitt eigið starf. Þannig var í gangi hugmyndabanki alla helgina þar sem lagðar voru fram hugmyndir og ábendingar um framtíðarstarf.

Unglingalandsmótin eru haldin á tveggja ára fresti. Innan Landsbjargar starfa 54 unglingadeildir.

Austurfrétt leit við á björgunarleikunum og fangaði stemminguna.

IMG 9464 webIMG 9465 webIMG 9472 webIMG 9479 webIMG 9482 webIMG 9561 webIMG 9622 webIMG 9626 webIMG 9628 webIMG 9634 webIMG 9655 webIMG 9656 webIMG 9659 webIMG 9668 webIMG 9684 webIMG 9697 webIMG 9703 web


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.