700IS vika framundan

Hátíðin 700IS hreindýraland.is var formlega opnuð í gærkvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ávörp fluttu Þórunn Hjartardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar, Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundafulltrúa Fljótsdalshéraðs og Áslaug Thorlacius, formaður SÍM og myndlistarmaður og opnaði hún sýninguna. Sýndar eru sjö myndbandsinnsetningar í Sláturhúsinu og óhætt að segja að þær eru forvitnilegar og gjörólíkar innbyrðis. Kristín Scheving er sem fyrr framkvæmdastjóri hátíðarinnar og upphafsmaður hennar. Karen Erla færði henni sérstakar þakkir fyrir ferskt og áhrifaríkt framlag til menningarstarfs í þágu sveitarfélagsins.

 

hreindýraland

 

Listamennirnir sem sýna innsetningar í Sláturhúsinu eru Andreas Templin, Johanna Reich, Julie Sparso Damkjaer, Hrafnkell Sigurðsson, Lana Vogestad, Sigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden og Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir. Dagskrá hátíðarinnar stendur fram á næsta sunnudag og verður á Skriðuklaustri, Eiðum, í Skaftfelli, Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum og í Sláturhúsinu. Sjá nánari upplýsingar um dagskrána á www.700.is

 

 

hreindýraland

 

 

 

 

hreindýraland

 

 

 

 

hreindýraland

 

 

 

 ****

 

 

 

 

 ****

hreindýraland

hreindýraland

 

 

 

 

 

 

Myndir/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar