Á Vopnafirði líður mér eins og heima hjá mér

Gulmira Kanakova er 33 ára gömul, uppalin á Krímskaga en hefur búið hérlendis frá 2011. Hún býr nú á Vopnafirði og vinnur á leikskólanum þar. Þótt það hafi verið stórt skref fyrir hana að flytja til Íslands kaus hún að vera opin fyrir öllum möguleikum.

Gulmira kom upphaflega til landsins sem barnfóstra og ætlaði sér aldrei að vera lengur en ár. Hún heillaðist hins vegar af landinu og ákvað að setjast hér að og verða Íslendingur.

„Ég elskaði landið, náttúruna og fólkið. Ég fann mér áhugamál (sem ég stundaði ekki heima fyrir) eins og jóga sem varð stór hluti af lífi mínu, að dansa salsa Zúmba auk þess sem ég kynntist kærastanum mínum. Allt þetta varð til þess að ég ílengdist hér.“

Notar enskuna minna á Vopnafirði

Hún bjó í Reykjavík í átta ár en flutti síðan austur með manni sínum en foreldrar hans eru frá Vopnafirði. Hún vinnur á leikskólanum en hefur einnig kennt zúmba. Hún segist finna fyrir því að hún sé hluti af samfélaginu á Vopnafirði þótt tungumálið þvælist stundum fyrir.

„Í Reykjavík gat ég skipt yfir á ensku þegar ég taldi þess þörf en það er erfiðra hér. Nú nota ég ekki enskuna nema þegar ég er að tala við erlenda vini mína. Annars tala ég bara íslensku.

Auðvitað er íslenskan erfitt tungumál en eftir að ég ákvað að setjast hér að setti ég mér það markmið að verða hluti af samfélaginu og votta fólkinu og landinu virðingum mína. Þegar ég var byrjuð að tala málið rann upp fyrir mér að mér leið ekki lengur eins og útlendingi.“

Ekkert mál að spyrja

Vopnafjörður minnir hana um margt á heimahagana. „Það er ýmislegt líkt. Samfélagið er opið, þú getur beðið nágrannana um greiða eða boðið þeim í kaffi. Fólk skipuleggur hluti saman og er vingjarnlegt. Þetta upplifði ég ekki í Reykjavík. Þar vissi ég ekki hvað nágrannarnir hétu!

Hér er allt mjög persónulegt: ef þig vantar upplýsingar frá bankanum, heilsugæsunni eða öðru er mjög auðvelt að spyrja fólk og einfaldlega spyrja aftur ég skll þau ekki. Ég fæ það aldrei á tilfinninguna að fólk sé pirrað á spurningum mínum!“

Ef þú smælar framan í heiminn ...

Síðan hún flutti austur hefur hún fundið sér ný áhugamál og þannig komist inn í samfélagið. „Þegar ég kom hingað var ég opin fyrir öllu og fann mér nóg að gera. Ég byrjaði að kenna zúmba, fara í gönguferðir og spila badminton. Ég hafði náð mér í jógakennararéttindi í Reykjavík og hafði kennt þar í fimm ár. Ég ætla mér að nota þau hér líka.

Að aðlagast nýju samfélagi snýst líka um þína eigin ábyrgð. Ef þú, sem einstaklingur, ert opinn fyrir fólki þá er það opið fyrir þér. Ég trúi að sambönd séu eins og spegill. Ef þú kemur vel fram við fólk þá kemur það vel fram við þig.“

Útgáfa Austurgluggans að þessu sinni er samstarfsverkefni Austurbrúar og Útgáfufélags Austurlands og blaðið er tileinkað fólki er erlendum uppruna á Austurlandi. Það er gefið út á ensku og þannig vonumst við til að ná til flestra lesenda sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Íslenskar útgáfur greinanna birtast á Austurfrétt á næstu dögum.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.