Aldrei haft gaman af því að vera blindfullur

Ég hef aldrei skilið „hörð efni“. Ég er ekki að þykjast vera neinn engill en ég hef bara aldrei haft neinn áhuga fyrir því að prófa neitt sterkara en romm í kók“, segir borgfirski tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson í viðtali sem birtist í Austurglugganum á föstudaginn. 

 

 

Hljómsveit Magna, Á móti sól var gríðarlega vinsæl á árunum 2000-2008 og spilaði á 120 böllum yfir árið þegar mest lét og var hann spurður út í óreglu sem oft er sögð fylgja slíku vinnuumhverfi. Einnig um unglingadrykkju sem var töluvert meiri þegar hann var að alast upp en í dag. 

„Það þótti víst ekkert tiltökumál að okkar kynslóð væri á perunni allar helgar frá fimmtán ára aldri og ég uppgötvaði á foreldrafundi í skóla sonar mins um daginn að ég væri sennilega að vera fullorðinn þegar umræðan „hvað eru unglingarnir okkar að gera“ hófst. Ég er að sjálfsögðu ekki að gera lítið úr því en það er gaman að hugsa til þess að krakkarnir sem stunduðu Ýdali og hin sveitaböllin er núna komin hinum megin við borðið.

Ég hef aldrei haft gaman af því að vera blindfullur og einhvern veginn aldrei staðið mig almennilega í því. Ég hef til dæmis aldrei fengið „blakkát“, tilhugsunin um að muna ekki hvað ég gerði daginn áður hræðir mig."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar