Allt markaðsefni hátíðarinnar eftir Aron Kale í ár

Héraðsbúinn Aron Kale hefur verið tilnefndur listamaður ársins 2018 í List á landamæra, en verk eftir Aron munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar í ár.


Aron Kale hefur verið virkur þátttakandi í List án landamæra á Austurlandi og hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.

Aron vinnur bæði málverk og blýantsteikningar og á heimasíðu Listar án landamæra segir að manneskjan og tilveran séu honum oft hugleikin í verkunum og að hann noti myndlistina sem nokkurskonar úrvinnslu á hversdeginum.

List án landamæra hefur verið haldin síðan árið 2003, en í ár verður hún dagana 3. - 13. maí.

Portret eftir Aron Kale

Þrjú portrait-verk eftir Aron Kale. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar