Almennt námskeið um bækur Þórbergs

Háskólasetrið á Höfn og Þórbergssetur bjóða öllum Hornfirðingum og íbúum nærsveita að taka þátt í opnu námskeiði þar sem fjallað verður um Þórberg Þórðarson, ævi hans og verk. Námskeiðið verður haldið hálfsmánaðarlega á þriðjudagskvöldum á milli kl. 20 og 22 í Pakkhúsinu á Höfn.

g89iseeg.jpg

10. febrúar verður farið yfir ævi- og ritferil Þórbergs í stórum dráttum

24. febrúar á að taka Bréf til Láru til skoðunar, sem og ritgerðir Þórbergs.

10. mars er farið í Íslenskan aðal og Ofvitann.

24. mars er Sálmurinn um blómið skoðuð.

7. apríl farið í Suðursveitarbækur Þórbergs.

Laugardaginn 2. maí verður í boði að þátttakendur fari saman í heimsókn á Þórbergssetur.


Öllum er heimil þátttaka og fólki er frjálst að mæta í eitt eða fleiri skipti eftir því sem þeim hentar.

Stjórnendur námskeiðsins eru Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Háskólasetrinu, og Þorbjörg Arnórsdóttir, forstöðumaður Þórbergsseturs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar