Viðrar vel til öskudags í dag

Ekkert varð úr öskudeginum í Neskaupstað í vegna veðurs. Sást vart milli hús í neðri hluta bæjarins, vegna hríðar, þar sem börnin hefðu gengið um milli fyrirtækja og sungið fyrir sælgæti. Skólayfirvöld brugðu á það ráð að fresta deginum um einn dag.

 
Snjóþungt er í bænum en búið er að skafa flestar götur og verið er að klára þær sem eftir eru og færðin góð. Það var því ekkert til fyrirstöðu fyrir börn Nesskóla að henda sér í útifötin og þramma milli fyrirtækja og sinna öskudagsverkum gærdagsins.

Athygli vakti að fæst barnanna eru í búning. Þau sögðust hefðu afgreitt það í gær og ekki nennt því aftur í dag. Þó glittir í einn og einn sannan öskudagskappa í búning.

Gott er að börnin fái nú sitt og söngurinn hljómi um bæinn.

Nemendur í 7. bekk Nesskóla syngja úr sér lungun. Mynd: BKG


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar