Uppselt á hálftíma á þorrablótið á Egilsstöðum

Eftir tveggja ára hlé virðist mikil eftirvænting hafa byggst upp fyrir þorrablótum í fjórðungnum. Miðar á blótið á Egilsstöðum, sem haldið verður annað kvöld, seldust upp í forsölu og biðlisti myndaðist.


Skemmst er frá að segja að miðar á þorrablót Egilsstaðabúa seldust upp á sléttum 30 mínútum í forsölu um síðustu helgi. en Hugrún Hjálmarsdóttir, formaður þorrablótsnefndar, segir verið að leita leiða til að fjölga gestum á blótið, sem haldið er í íþróttahúsinu. Hugsanlega sé hægt að bæta aðeins við sætafjöldann enda nokkur biðlisti sem myndaðist fljótlega. Áhuginn sé svo mikill eftir langt hlé að það sé næstum áþreifanlegt.

„Svo er auðvitað svona generalprufa í kvöld þar sem rennsli verður á skemmtiatriðunum sem fram fara á blótinu. Þangað eru allir velkomnir auðvitað þó vitaskuld verði ekki sams konar stemmning á á blótinu sjálfu. Það hefst um klukkan 20 í kvöld.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.