Athyglisvert myndband sýnir norðurljósin dansa yfir Egilsstöðum
Myndband, sett saman úr 300 ljósmyndum, sýnir á merkilegan hátt norðurljós dansa yfir Egilsstöðum á kröftugi kvöldi fyrr í haust. Myndbandið hefur vakið athygli í netheimum.Það er indverski ljósmyndarinn Avni Tripathi sem stendur að baki myndbandinu. Í umræðum á samfélagsmiðlinum ReddIt, þar sem hún birti myndbandið, útskýrir hún að hún það sé sett saman úr alls 300 ljósmyndum.
Ljósop myndavélarinnar var opið í sex sekúndur og síðan liðu um þrjár sekúndur á milli mynda sem þýðir að myndbandið sýnir hreyfingu norðurljósanna yfir 45 mínútna tímabil.
Myndirnar voru teknar þann 12. september á öflugu norðurljósakvöldi í nágrenni Egilsstaða.
Northern lights time lapse from Egilsstaðir
byu/AvniTripathi inVisitingIceland