Atvinnumál í brennidepli

Atvinnumálaþing hefst á Hótel Héraði kl. 14 í dag og stendur til kl. 17. Guðmundur Ólafsson, formaður atvinnumálanefndar sveitarfélagsins, mun fjalla um samspil sveitarfélags og atvinnulífs, Unnar Elísson, framkvæmdastjóri Myllunnar, um stöðu mála og tækifæri í verktöku, Auður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Héraðs, um ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði og Þröstur Jónsson, framkvæmdastjóri Domestic Soft um möguleikann á ,,Kísildal" á bökkum Lagarfljóts. Í kjölfarið starfa vinnuhópar og nokkrar stoðþjónustustofnanir kynna starfsemi sína. Þá mun Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði, kynna fyrirtækið. Þingið er öllum opið.

13_29_29---tracked-digger-bucket-working-in-a-river_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar