Atvinnumálaþing á föstudag

Atvinnumálaþing verður haldið föstudaginn 6. mars kl. 14.00 - 17.00, í Valaskjálf, Egilsstöðum. Á fundinum flytja framsögur formaður atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs og fulltrúar atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Atvinnurekendur og íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og taka þátt í mikilvægri umræðu um atvinnulífið.

215307_63_preview.jpg

Stoðstofnanir atvinnulífsins kynna þjónustu sína og verða til viðtals.

Þátttakendur ræða í vinnuhópum m.a. um rekstrarumhverfið og stöðuna, hlutverk opinberra aðila og stoðkerfisins, tækifæri framtíðarinnar, menntun og nýsköpun í fyrirtækjum ofl. Á fundinum verða einnig teknar til umræðu hugmyndir um stofnun vettvangs atvinnulífsins á Héraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar