Austfirðingar notið einstakra norðurljósa

Austfirðingar hafa eins og aðrir notið mikilla norðurljósa sem leikið hafa um norðurhvel jarðar síðustu daga.

Norðurljósin hafa verið óvenju sýnileg eftir tvö sólgos í lok síðustu viku. Það sem ekki er síst óvenjulegt er að norðurljósin hafa sést óvenju sunnarlega, meðal annars yfir Bretlandseyjum, Danmörku og Póllandi.

En þau hafa líka verið vel sýnileg yfir Austfjörðum eins og meðfylgjandi myndir af samfélagsmiðlum bera með sér.



























Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.