Austfirðingar notið einstakra norðurljósa
Austfirðingar hafa eins og aðrir notið mikilla norðurljósa sem leikið hafa um norðurhvel jarðar síðustu daga.Norðurljósin hafa verið óvenju sýnileg eftir tvö sólgos í lok síðustu viku. Það sem ekki er síst óvenjulegt er að norðurljósin hafa sést óvenju sunnarlega, meðal annars yfir Bretlandseyjum, Danmörku og Póllandi.
En þau hafa líka verið vel sýnileg yfir Austfjörðum eins og meðfylgjandi myndir af samfélagsmiðlum bera með sér.