Austurlandsmót á skíðum um helgina
Austurlandsmót 2009 á skíðum, skíðamót fyrir alla aldursflokka í Oddsskarði, hefst klukkan níu í fyrramálið og stendur fram yfir hádegi á sunnudag. Skíðafélag Fjarðabyggðar stendur að mótinu og er búist við fjölda þátttakenda og mikilli skíðasveiflu í brekkunum. Dagskráin er eftirfarandi.
Skíðafélag Fjarðabyggðar
Laugardagur 07.03.09
9:00 -10:00 Afhending númera í skíðaskála
10 ára og yngri svig
09:30 Brautarskoðun
10:00 9-10 ára fyrri og seinn ferð
10:45 8 ára og yngri fyrri og seinni ferð
11 ára og eldri stórsvig
11:15 Brautarskoðun
12:00 Fyrri og seinni ferð
Sunnudagur 08.03.09
9:00 – 10:00 Afhending númera í skíðaskála
11 ára og eldri svig
09:30 Brautarskoðun
10:00 Fyrri og seinni ferð
10 ára og yngri stórsvig
10:30 Brautarskoðun
11:00 9-10 ára fyrri og seinni ferð
11:45 8 ára og yngri fyrri og seinni ferð
Verðlaunaafhending að móti loknu við skíðaskálann
Mótshaldarar áskilja sér allan rétt til breytinga á dagskrá
Mótsgjald er 500 kr á grein og greiðist við afhendingu númera
Ljósmynd/Oddsskarð