Skip to main content

Bæði Gettu betur liðin keppa í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jan 2023 13:41Uppfært 09. jan 2023 13:43

Lið bæði Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað keppa á fyrsta kvöldi spurningakeppninnar Gettu betur sem er í kvöld.


Viðureign ME gegn Menntaskólanum á Ásbrú er fyrsta viðureign kvöldsins en hún hefst á Rás 2 um klukkan hálf átta. Í liði ME eru þau Katrín Edda Jónsdóttir, Heikir Hafliðason og Rafael Rökkvi Freysson. Þjálfari liðsins er Jóhann Hjalti Þorsteinsson.

VA mætir síðan í kjölfarið Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Lið VA skipa þau Ágústa Vala Viðarsdóttir, Geir Sigurbjörn Ómarsson og Ragnar Þórólfur Ómarsson.

Í ár eru 27 lið skráð til leiks. Menntaskólinn í Reykjavík, sigurvegari síðasta árs, situr hjá og kemst beint í aðra umferð ásamt þrettán sigurliðum. Þrjú stigahæstu tapliðin úr fyrstu umferð komast einnig í aðra umferð. Sigurlið annarrar umferðar fara í átta liða úrslitin en þeim er sjónvarpað.

Lið VA í æfingakeppni í síðustu viku. Mynd: VA