Bankar á Egilsstöðum vaktaðir

landsbankinn3.jpgLögregla vaktar nú banka á Egilsstöðum og við útidyr bankanna eru öryggisverðir frá Securitas.

Þegar blaðamaður Austurgluggans átti leið um miðbæinn um hálfþrjú leytið í dag stóð lögreglubifreið miðja vegu milli Glitnis og Landsbankans. Aðspurður sagði öryggisvörður í Landsbankanum að Securitas væri að auki með gæslu í Glitni og hjá Kaupþingi á Egilsstöðum, en hann vissi ekki til þess að gæsla væri í bönkum annars staðar á Austurlandi. ,,Við viljum gæta öryggis hér í ljósi þess að fólk hefur flykkst í bankana í Reykjavík og margir eru reiðir og sárir" sagði öryggisvörðurinn. Orðrómur er um að erlendir verkamenn á vegum Ístaks við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar hafi ætlað að fjölmenna í bankana til að millifæra laun sín eða taka út peninga. Í Landsbankann höfðu á annan tug manna af fyrrgreindum vinnustað komið í dag og öryggisvörðurinn vissi ekki hvort von væri á fleirum.

Félagarnir Peter, Hendrik og Anton frá Póllandi sögðust eiga í vandræðum með að fá peninga úr hraðbanka í anddyri Landsbankans og voru óhressir. Sögðust hræddir um peningana sína og ómögulegt væri að millifæra fé út til Póllands. Þeir starfa við Hraunaveitu.landsbankinn1.jpg

 

landsbankinn2.jpg Ljósmyndir/Steinunn Ásmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar