![](/images/stories/news/2016/Tvísöngur.jpg)
Ljósakvöld, bílasýningar, tónleikar og fleira
„Markmiðið með þessum sýningum er að vekja athygli á breiðri og glæsilegri línu Mercedes-Benz fólksbíla og atvinnubíla og færa þá nær íbúum á Austurlandi,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Öskju.Bílaumboðið Askja verður með sýningar á Mercedes-Benz fólksbílum og atvinnubílum á Austurlandi um helgina.
„Við verðum með sérstaka áherslu á jeppalínuna frá Mercedes-Benz. Allir þessir bílar fást með 4MATIC fjórhjóladrifskerfi sem tryggir öryggi í akstri og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.“
- Föstudagur: Höfn í Hornafirði á föstudag milli klukkan 15 og 18 við N1 planið.
- Laugardagur: Egilsstaðir á laugardag milli klukkan 12 og 16 hjá Bílaverkstæði Austurlands.
- Sunnudagur: Reyðarfjörður milli klukkan 13 og 16 við N1 planið.
Sex tegundir fólksbíla frá Mercedes-Benz verða til sýnis en bílarnir eru A-Class, GLE, GLC, GLA og GLS auk þess sem valið úrval af atvinnubílum verða á svæðinu, meðal annar Sprinter, Citan og Vito.
Ljósakvöld í Steinasafni Petru
Hið árlega ljóskvöld Petru verður haldið í steinasafninu í kvöld. Kertaljós, kaffi, kökur og lifandi tónlist í garðinum.
Tónleikar í stúkunni
Trúbadorinn Jillan Houzbauer verður með tónleika í Stúkunni í Egilsbúð á laugardag. Sjá nánar hér.
Tónleikar í tvísöng
Tónleikar verða í Tvísöng á Seyðisfirði á morgun, en þar mun tónlistardúóið Gursus leika fyrir gesti, en það er afleiðing óvænts fundar, milli alþýðutónlistar fiðluleikara og jass saxafónleikara, sem má rekja til lestarseinkunar. Saman leika þau fjöruga, öfluga, svipmikla og óstýriláta tónlist sem á sér ræturr í hefðbundin þjóðlög í bland við frjálsan og formlegan jass, ásamt töluvert af spunaleik. Nánar má lesa um viðburðinn hér.
Kynning á Okkar eigin
Á laugardaginn verður kynning í Sláturhúsinu á fyrirkomulagi upphafshelgar Ritsmiðju Útvarpsleikhússins, Okkar eigin og MMF (sviðslistamiðstöð Austurlands) sem fram fer helgina 10-11. september. Einnig fyrirhuguð dagskrá „útvarpsleikhússskólans“ sem fram fer í vetur.
Félagar í leikfélögum á Austurlandi sérstaklega hvattir til að mæta, fólk sem hefur áhuga á skrifum og kennarar sem nota sagnagerð og frásögur í starfi sínu. Um leið, allir velkomnir. Nánar má lesa um viðburðinn hér.